Áætlaður kostnaður við sáttmálann nú 300 milljarðar í stað 160 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2023 07:03 Bjarni segir framtíðaráform þurfa að byggjast á traustum og raunhæfum forsendum. Vísir/Vilhelm Nýjustu sviðsmyndir sem kynntar hafa verið aðilum samgöngusáttmálans svokallaða sýna að áætlaður kostnaður vegna hans stendur nú í 300 milljörðum í stað 160 milljarða upphaflega. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu. „Frá sjónarhóli ríkisins hefur verkefnið því vaxið úr því að snúast um að útvega að núvirði 80 milljarða með flýti- og umferðargjöldum, eða sérstökum framlögum, yfir í að gera þarf ráð fyrir öðrum 140 milljörðum því til viðbótar vegna vanáætlunar. Þá eru ótaldir þeir 40 milljarðar sem óskað er eftir frá ríkinu í rekstur almenningssamgangna. Samanlagt er því um að ræða 260 milljarða,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni hnýtir meðal annars í Dag B. Eggertsson borgarstjóra og fleiri, sem hafi sagt að þrátt fyrir fjárhagslegar áskoranir væru aðrar forsendur sáttmálans þær sömu og áður. Fjármálaráðherra segir upphaflega mynd hafa verið einfalda en eftir því sem verkefninu hafi undið fram hafi komið í ljós að upphaflegar áætlanir hafi verið stórkostlega vanmetnar. „Vanáætlunin virðist eiga við um nær alla þætti sáttmálans. Stofnvegaframkvæmdir hafa verið verulega vanáætlaðar, sérstaklega hugmyndir um stokka. Hér verða aðeins tekin örfá dæmi. Gert hafði verið ráð fyrir að Arnarnesvegur kostaði 2,2 milljarða en nýlega var samið við verktaka um framkvæmd upp á 7,2 milljarða. Verðbætt framkvæmdaáætlun sáttmálans gerir ráð fyrir þriggja milljarða framkvæmd vegna Sæbrautarstokks en frumdrög hljóða nú upp á 27 milljarða. Þetta er níföldun. Framkvæmdahluti borgarlínu er undir sömu sök seldur. Nú má gera ráð fyrir rúmlega 126 milljarða framkvæmd í stað 67 milljarða,“ segir Bjarni. Hann segir að hann, líkt og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins, hafi lengi alið þá von í brjósti að hægt yrði að ráðast í stórfellda uppbyggingu samgangna á svæðinu og að samgöngusáttmálanum hafi verið ætlað að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefði ríkt. Það sé hins vegar engum greiði gerður með því að leggja fram háleit markmið ef fjárhagslegar forsendur stæðust ekki. Þess vegna hefði hann lagt áherslu á að sáttmálinn yrði endurskoðaður. „Framtíðaráform verða að byggjast á traustum, raunhæfum forsendum. Stöðunni verður tæplega lýst þannig að hún feli aðeins í sér „fjárhagslegar áskoranir“ og eitt er víst að umræða um þessa stöðu hefur ekkert með fylgiskannanir að gera. Hún snýst um raunsæi, virðingu fyrir mikilvægi verkefnisins og peningum skattgreiðenda,“ segir Bjarni. „Það gildir jafnt í stórum verkefnum sem smáum að gott er að byrja á því að svara spurningunni hvaðan peningarnir eigi að koma? Ella er hætta á að vandinn vaxi þar til maður er týndur djúpt inni í miðjum skógi ófjármagnaðra hugmynda og ratar ekki aftur heim.“ Samgöngur Reykjavík Efnahagsmál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu. „Frá sjónarhóli ríkisins hefur verkefnið því vaxið úr því að snúast um að útvega að núvirði 80 milljarða með flýti- og umferðargjöldum, eða sérstökum framlögum, yfir í að gera þarf ráð fyrir öðrum 140 milljörðum því til viðbótar vegna vanáætlunar. Þá eru ótaldir þeir 40 milljarðar sem óskað er eftir frá ríkinu í rekstur almenningssamgangna. Samanlagt er því um að ræða 260 milljarða,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni hnýtir meðal annars í Dag B. Eggertsson borgarstjóra og fleiri, sem hafi sagt að þrátt fyrir fjárhagslegar áskoranir væru aðrar forsendur sáttmálans þær sömu og áður. Fjármálaráðherra segir upphaflega mynd hafa verið einfalda en eftir því sem verkefninu hafi undið fram hafi komið í ljós að upphaflegar áætlanir hafi verið stórkostlega vanmetnar. „Vanáætlunin virðist eiga við um nær alla þætti sáttmálans. Stofnvegaframkvæmdir hafa verið verulega vanáætlaðar, sérstaklega hugmyndir um stokka. Hér verða aðeins tekin örfá dæmi. Gert hafði verið ráð fyrir að Arnarnesvegur kostaði 2,2 milljarða en nýlega var samið við verktaka um framkvæmd upp á 7,2 milljarða. Verðbætt framkvæmdaáætlun sáttmálans gerir ráð fyrir þriggja milljarða framkvæmd vegna Sæbrautarstokks en frumdrög hljóða nú upp á 27 milljarða. Þetta er níföldun. Framkvæmdahluti borgarlínu er undir sömu sök seldur. Nú má gera ráð fyrir rúmlega 126 milljarða framkvæmd í stað 67 milljarða,“ segir Bjarni. Hann segir að hann, líkt og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins, hafi lengi alið þá von í brjósti að hægt yrði að ráðast í stórfellda uppbyggingu samgangna á svæðinu og að samgöngusáttmálanum hafi verið ætlað að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefði ríkt. Það sé hins vegar engum greiði gerður með því að leggja fram háleit markmið ef fjárhagslegar forsendur stæðust ekki. Þess vegna hefði hann lagt áherslu á að sáttmálinn yrði endurskoðaður. „Framtíðaráform verða að byggjast á traustum, raunhæfum forsendum. Stöðunni verður tæplega lýst þannig að hún feli aðeins í sér „fjárhagslegar áskoranir“ og eitt er víst að umræða um þessa stöðu hefur ekkert með fylgiskannanir að gera. Hún snýst um raunsæi, virðingu fyrir mikilvægi verkefnisins og peningum skattgreiðenda,“ segir Bjarni. „Það gildir jafnt í stórum verkefnum sem smáum að gott er að byrja á því að svara spurningunni hvaðan peningarnir eigi að koma? Ella er hætta á að vandinn vaxi þar til maður er týndur djúpt inni í miðjum skógi ófjármagnaðra hugmynda og ratar ekki aftur heim.“
Samgöngur Reykjavík Efnahagsmál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira