Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2023 14:09 Gjaldskyldan hefði náð yfir um 1280 stæði, sem eru ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. Rúmlega tvöhundruð starfsmenn höfðu mótmælt ákvörðuninni. Vísir/Vilhelm Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. Rúmlega tvöhundruð manns hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku í undirskriftasöfnun á netinu. Þar hafa ýmsir starfsmenn spítalans skrifað athugasemdir þar sem þeir útskýra hvernig gjaldtaka myndi henta sér illa. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir ljóst að umræddar breytingar hafi þarfnast frekari kynningar og meiri umræðu innan Landspítalans. „Forstjóri hefur því ákveðið að fresta gildistöku að sinni og fara betur yfir málið, meðal annars á starfsmannafundi þar sem farið verður yfir þau sjónarmið sem mestu máli skipta.“ Bílastæðin sem um ræðir eru 1280 talsins, en þau eiga einungis að vera ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. „Við starfsfólk Landspítala Hringbrautar mótmælum harðlega að þurfa að borga fyrir bílastæði við vinnustað okkar. Ekki er sanngjarnt að mismuna ríkisstarfsmönnum og hvað þá að leggja álögurnar eingöngu á ákveðin hóp Landspítalastarsmanna.“ segir á síðu undirskriftasöfnunarinnar. „Samgöngur í Reykjavík bjóða ekki uppá að mæta á réttum tíma í vinnuna (kl.07). Starfsmenn búa í mismunandi sveitafélögum sem ekki bjóða uppá almenningssamgöngur.“ Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst sem stjórnendur spítalans fengu sendan fyrr í þessari viku þar sem áformin voru kynnt. Þar sagði að gjaldskylda hefði verið tekin upp fyrir bílastæði umhverfis bílastæði Landspítalans. Þar af leiðandi segir að spítalinn þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin sín. „Breytingin er í takti við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur að markmiði að draga úr bílaumferð, minnka kolefnisspor og hvetja til grænni samgöngumáta.“ segir í tölvupóstinum. Þá er greint frá samkomulagi sem hafi verið gert við fyrirtækið Green Parking, sem muni sjá til þess að starfsmenn geti fengið aðgang að bílastæðunum sem um ræðir fyrir þúsund krónur á mánuði, með því að skrá bílana sína. Landspítalinn Samgöngur Bílastæði Reykjavík Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Rúmlega tvöhundruð manns hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku í undirskriftasöfnun á netinu. Þar hafa ýmsir starfsmenn spítalans skrifað athugasemdir þar sem þeir útskýra hvernig gjaldtaka myndi henta sér illa. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir ljóst að umræddar breytingar hafi þarfnast frekari kynningar og meiri umræðu innan Landspítalans. „Forstjóri hefur því ákveðið að fresta gildistöku að sinni og fara betur yfir málið, meðal annars á starfsmannafundi þar sem farið verður yfir þau sjónarmið sem mestu máli skipta.“ Bílastæðin sem um ræðir eru 1280 talsins, en þau eiga einungis að vera ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. „Við starfsfólk Landspítala Hringbrautar mótmælum harðlega að þurfa að borga fyrir bílastæði við vinnustað okkar. Ekki er sanngjarnt að mismuna ríkisstarfsmönnum og hvað þá að leggja álögurnar eingöngu á ákveðin hóp Landspítalastarsmanna.“ segir á síðu undirskriftasöfnunarinnar. „Samgöngur í Reykjavík bjóða ekki uppá að mæta á réttum tíma í vinnuna (kl.07). Starfsmenn búa í mismunandi sveitafélögum sem ekki bjóða uppá almenningssamgöngur.“ Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst sem stjórnendur spítalans fengu sendan fyrr í þessari viku þar sem áformin voru kynnt. Þar sagði að gjaldskylda hefði verið tekin upp fyrir bílastæði umhverfis bílastæði Landspítalans. Þar af leiðandi segir að spítalinn þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin sín. „Breytingin er í takti við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur að markmiði að draga úr bílaumferð, minnka kolefnisspor og hvetja til grænni samgöngumáta.“ segir í tölvupóstinum. Þá er greint frá samkomulagi sem hafi verið gert við fyrirtækið Green Parking, sem muni sjá til þess að starfsmenn geti fengið aðgang að bílastæðunum sem um ræðir fyrir þúsund krónur á mánuði, með því að skrá bílana sína.
Landspítalinn Samgöngur Bílastæði Reykjavík Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira