Sendiherrann segist staðráðin í að verða góður nágranni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 11:27 Carrin segist ætla að verða góður nágranni. Vísir Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segist staðráðin í því að verða góður nágranni Vesturbæinga á Sólvallagötu. Sendiherrabústaður að Sólvallagötu 14 eigi að verða vitnisburður um tengsl Bandaríkjanna og Íslands og birtir sendiráðið tölvuteiknaðar myndir af því hvernig hann mun koma til með að líta út í götunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem fram kemur að 79 íbúar í nágrenninu hafi skrifað undir harðorð mótmæli gegn breytingum á húsnæðinu að Sólvallagötu 14. Þá er rætt við íbúa sem veltir því upp hvort starfsemi sendiráða eigi heima í hverfi líkt og vesturbæ Reykjavíkur. Fréttastofa hefur áður rætt við íbúa sem sagst hafa verið uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Meðal áætlana er að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli. Þá vildi sendiráðið byggja vakthús en fékk það ekki í gegn líkt og Vísir greindi frá í nóvember. Gætt samræmis við umhverfið Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir að við alla hönnun hafi sérstaklega verið horft til þess að gæta samræmis við sögulegt og fallegt umhverfi Reykjavíkur. „Markmið okkar er ekki einungis að skapa sendiherrabústað heldur einnig vitnisburð um góð tengsl milli Bandaríkjanna og Íslands,“ segir Carrin Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í tilkynningunni. „Verkefnið er í raun og veru táknmynd gagnkvæmrar virðingar og vináttu milli þjóðanna, sem endurspeglar sameiginleg gildi okkar og sögu.“ Tölvuteiknuð mynd bandaríska sendiráðsins af sendiherrabústaðnum á Sólvallagötu eftir breytingar. Hlustað á athugasemdir Sendiráðið segist í tilkynningu sinni undanfarin tvö ár hafa átt gagnleg og ánægjuleg samskipti við næstu nágranna hússins. Þau samskipti hafi meðal annars farið fram á íbúafundum. Þar hafi fulltrúar sendiráðsins svarað spurningum og hlustað á athugasemdir nágranna. Það samtal hafi verið gagnlegt, enda sé það vilji sendiráðsins að sýna menningar-og sögulegum arfi hverfisins virðingu. Öryggisráðstafanir verði ekki áberandi Þá birtir sendiráðið myndir af ásjón hússins eftir að framkvæmdum verður lokið. Það segir í tilkynningu að öryggisráðstafanir verði ekki áberandi. „Á meðal öryggisráðstafana er bogadregið grindverk og næðisrými starfsmanna sem verður komið vandlega fyrir svo að ásýnd götunnar haldist falleg jafnframt því að öryggisreglum sendiherra sé fylgt,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að öryggisverðir verði ekki vopnaðir. Engir steypukubbar verði á svæðinu sem trufli umferð eða hafi áhrif á götumyndina. Breytingarnar hafi verið unnar í samráði við fulltrúa Reykjavíkurborgar og tryggt að þær standist reglur og séu í samræmi við gildandi deiluskipulag. „Við erum staðráðin í að reynast góðir nágrannar. Vesturbærinn er þekktur fyrir sjarma og góðan anda,“ segir Carrin Patman sendiherra í tilkynningunni. „Sendiherrabústaðurinn mun eiga þátt í að viðhalda reisn þessa sögulega hverfis.“ Sendiráðið segir að hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa. Reykjavík Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem fram kemur að 79 íbúar í nágrenninu hafi skrifað undir harðorð mótmæli gegn breytingum á húsnæðinu að Sólvallagötu 14. Þá er rætt við íbúa sem veltir því upp hvort starfsemi sendiráða eigi heima í hverfi líkt og vesturbæ Reykjavíkur. Fréttastofa hefur áður rætt við íbúa sem sagst hafa verið uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Meðal áætlana er að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli. Þá vildi sendiráðið byggja vakthús en fékk það ekki í gegn líkt og Vísir greindi frá í nóvember. Gætt samræmis við umhverfið Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir að við alla hönnun hafi sérstaklega verið horft til þess að gæta samræmis við sögulegt og fallegt umhverfi Reykjavíkur. „Markmið okkar er ekki einungis að skapa sendiherrabústað heldur einnig vitnisburð um góð tengsl milli Bandaríkjanna og Íslands,“ segir Carrin Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í tilkynningunni. „Verkefnið er í raun og veru táknmynd gagnkvæmrar virðingar og vináttu milli þjóðanna, sem endurspeglar sameiginleg gildi okkar og sögu.“ Tölvuteiknuð mynd bandaríska sendiráðsins af sendiherrabústaðnum á Sólvallagötu eftir breytingar. Hlustað á athugasemdir Sendiráðið segist í tilkynningu sinni undanfarin tvö ár hafa átt gagnleg og ánægjuleg samskipti við næstu nágranna hússins. Þau samskipti hafi meðal annars farið fram á íbúafundum. Þar hafi fulltrúar sendiráðsins svarað spurningum og hlustað á athugasemdir nágranna. Það samtal hafi verið gagnlegt, enda sé það vilji sendiráðsins að sýna menningar-og sögulegum arfi hverfisins virðingu. Öryggisráðstafanir verði ekki áberandi Þá birtir sendiráðið myndir af ásjón hússins eftir að framkvæmdum verður lokið. Það segir í tilkynningu að öryggisráðstafanir verði ekki áberandi. „Á meðal öryggisráðstafana er bogadregið grindverk og næðisrými starfsmanna sem verður komið vandlega fyrir svo að ásýnd götunnar haldist falleg jafnframt því að öryggisreglum sendiherra sé fylgt,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að öryggisverðir verði ekki vopnaðir. Engir steypukubbar verði á svæðinu sem trufli umferð eða hafi áhrif á götumyndina. Breytingarnar hafi verið unnar í samráði við fulltrúa Reykjavíkurborgar og tryggt að þær standist reglur og séu í samræmi við gildandi deiluskipulag. „Við erum staðráðin í að reynast góðir nágrannar. Vesturbærinn er þekktur fyrir sjarma og góðan anda,“ segir Carrin Patman sendiherra í tilkynningunni. „Sendiherrabústaðurinn mun eiga þátt í að viðhalda reisn þessa sögulega hverfis.“ Sendiráðið segir að hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa.
Reykjavík Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30
Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41