Andlát

Andlát

Fréttamynd

Robert Wilson er látinn

Bandaríski leikstjórinn og leikskáldið Robert Wilson er látinn 83 ára að aldri. Hann er sagður hafa látist eftir snörp veikindi.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ozzy Osbourne allur

Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn.

Erlent
Fréttamynd

Cosby Show-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Malcolm-Jamal Warner er látinn 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að leika í The Cosby Show.

Lífið
Fréttamynd

Connie Francis er látin

Connie Francis, sem var ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í upphafi sjöunda áratugarins, er látin, 87 ára að aldri. Francis átti óvænta endurkomu á vinsældarlistum fyrr á árinu þegar lagið „Pretty Little Baby“ sló í gegn á TikTok.

Lífið
Fréttamynd

Stefán Karl hefði orðið fimm­tugur í dag

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefði orðið fimmtíu ára gamall í dag ef hann hefði ekki fallið frá árið 2018 eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Fjölskylda Stefáns hyggst minnast hans í dag heima hjá móður hans.

Lífið
Fréttamynd

Ní­tján ára ferða­maður fannst látinn

Nítján ára ferðamaður fannst látinn við Svínafell síðastliðið föstudagskvöld. Hópur ferðamanna óskaði eftir aðstoðar lögreglunnar við leit að manninum unga sem hafði lagt af stað í göngu og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka.

Innlent
Fréttamynd

Julian McMahon látinn

Ástralski leikarinn Julian McMahon, sem gerði garðinn frægan í vinsælum þáttaröðum á borð við Nip/Tuck og sem vondi læknirinn Dr Doom í Fantastic four, er látinn 56 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Um­boðs­maður Jenner lést af slys­förum

Hin 29 ára gamla Sophia Hutchins, umboðsmaður og nán vinkona Caitlyn Jenner, lést í fjórhjólaslysi skammt frá heimili Jenner í Malibu í Kaliforníu síðastliðinn miðvikudag. Ekki liggur fyrir hvar Jenner var stödd þegar slysið átti sér stað.

Lífið
Fréttamynd

Diogo Jota lést í bíl­slysi

Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 

Fótbolti
Fréttamynd

Jimmy Swaggart allur

Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála.

Erlent
Fréttamynd

Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn

Tannréttingarlæknirinn John Mew, sem taldi að hægt væri að stýra vexti kjálka með andlitsæfingum sem kallast að mew-a, er látinn 96 ára að aldri. Mew var umdeildur meðal kollega sinna en aðferðir hans náðu vinsældum á samfélagsmiðlum upp úr 2019.

Erlent
Fréttamynd

Magnús Þór lést við strand­veiðar

Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði.

Innlent
Fréttamynd

Steini frá Straum­nesi látinn

Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn

Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu.

Erlent