Norski boltinn

Fréttamynd

Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð

Eggert Aron Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brann í 2-4 sigri gegn Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var fimmti sigur Brann í röð eftir tap í fyrstu umferðinni og lærisveinar Freys Alexanderssonar komust upp í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Davíð Snær með dramatískt sigur­mark

Davíð Snær Jóhannsson var hetja liðs Álasunds í dag þegar liðið mætti Sogndal á útivelli í norsku B-deildinni í knattspyrnu. Brynjar Ingi Bjarnason var í liði HamKam sem mætti meisturum Bodö Glimt.

Fótbolti
Fréttamynd

Slæmt tap í fyrsta leik Freys

Slæmt tap beið Freys Alexanderssonar í fyrsta deildarleiknum sem þjálfari Brann. Hann setti Eggert Aron Guðmundsson inn á síðasta hálftímann en ekki tókst að laga stöðuna og 3-0 tap varð niðurstaðan gegn Fredrikstad.

Fótbolti
Fréttamynd

Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liver­pool

Segja má að stjórnar­tíð Freys Alexanders­sonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist form­lega á morgun með fyrsta keppnis­leik liðsins undir hans stjórn í norsku úr­vals­deildinni. Sér­fræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tíma­bili hjá Liver­pool.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt annað en sáttur með Frey

Jørgen Isnes, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Strømsgodset, er ekki ánægður með yfirlýsingar Freys Alexanderssonar, þjálfara Brann sem vill ólmur fá íslenska landsliðsmanninn Loga Tómasson frá Strømsgodset. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­dís mætir Palestínu

Norsku meistararnir í Vålerenga, með landsliðsbakvörðinn Sædísi Rún Heiðarsdóttur innanborðs, spila vináttuleik við landslið Palestínu á heimavelli sínum í Osló þann 6. apríl næstkomandi.

Fótbolti