Fór huldu höfði á landinu í samtals tvö ár Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2024 18:03 Manninum hafði áður verið vísað úr landi en kom aftur með breytt eftirnafn. Vísir Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag. Maðurinn var handtekinn þann nítjánda febrúar síðastliðinn vegna gruns um þjófnað. Hann kvaðst ekki vera með skilríki og neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi þegar lögreglumennt inntu hann eftir því. Hann var handtekinn og vistaður til að hægt væri að rannsaka málið frekar. Sérútbúinn bakpoki til þjófnaðar Við handtökuna var maðurinn með bakpoka með sér sem búið var að gera sérstakt „innvols“ í til að koma í veg fyrir það að þjófavörn færi í gang þegar gengið væri fram hjá öryggishliði verslana. Lögreglan lagði hald á töskuna í þágu rannsóknar málsins. Við rannsókn lögreglu kom svo í ljós maðurinn hefði sótt um hæli á Íslandi árið 2017 en umsókn hans synjað 2018 og átti að vísa honum úr landi. Þá hafi maðurinn farið í felur og ekki fundist í rúmt ár þangað til að lögreglan hafði afskipti af honum vegna annars þjófnaðar í apríl 2019. Hann hafði ekki sinnt tilkynningarskyldu. Honum hafi verið loks vísað úr landi í nóvember 2019. Kom aftur með nýtt nafn Þrátt fyrir þetta kom maðurinn aftur til landsins og sótti um hæli á nýjan leik í janúar 2023. Þá hafði hann einnig breytt nafninu sínu. Hann var merktur „týndur/horfinn“ í kerfum Útlendingastofnunar og lögreglu í febrúar 2023 og fór huldu höfði á landinu til nítjánda febrúar síðastliðins þegar hann var handtekinn eins og kom fram. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni vísaði lögreglan til þess að maðurinn hefði áður komið sér undan brottvísunarskipunum. Einnig var vísað til þess að maðurinn hefði dvalið ólöglega hér á landi án þess að upplýsa yfirvöld um dvalarstað. Það sé því nauðsynlegt að hann sé úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á meðan meðferð málsins hans stendur. Í úrskurðinum er tekið undir það að maðurinn sé líklegur til þess að koma sér undan brottvísun og því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi fram til fimmta mars næstkomandi. Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Maðurinn var handtekinn þann nítjánda febrúar síðastliðinn vegna gruns um þjófnað. Hann kvaðst ekki vera með skilríki og neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi þegar lögreglumennt inntu hann eftir því. Hann var handtekinn og vistaður til að hægt væri að rannsaka málið frekar. Sérútbúinn bakpoki til þjófnaðar Við handtökuna var maðurinn með bakpoka með sér sem búið var að gera sérstakt „innvols“ í til að koma í veg fyrir það að þjófavörn færi í gang þegar gengið væri fram hjá öryggishliði verslana. Lögreglan lagði hald á töskuna í þágu rannsóknar málsins. Við rannsókn lögreglu kom svo í ljós maðurinn hefði sótt um hæli á Íslandi árið 2017 en umsókn hans synjað 2018 og átti að vísa honum úr landi. Þá hafi maðurinn farið í felur og ekki fundist í rúmt ár þangað til að lögreglan hafði afskipti af honum vegna annars þjófnaðar í apríl 2019. Hann hafði ekki sinnt tilkynningarskyldu. Honum hafi verið loks vísað úr landi í nóvember 2019. Kom aftur með nýtt nafn Þrátt fyrir þetta kom maðurinn aftur til landsins og sótti um hæli á nýjan leik í janúar 2023. Þá hafði hann einnig breytt nafninu sínu. Hann var merktur „týndur/horfinn“ í kerfum Útlendingastofnunar og lögreglu í febrúar 2023 og fór huldu höfði á landinu til nítjánda febrúar síðastliðins þegar hann var handtekinn eins og kom fram. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni vísaði lögreglan til þess að maðurinn hefði áður komið sér undan brottvísunarskipunum. Einnig var vísað til þess að maðurinn hefði dvalið ólöglega hér á landi án þess að upplýsa yfirvöld um dvalarstað. Það sé því nauðsynlegt að hann sé úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á meðan meðferð málsins hans stendur. Í úrskurðinum er tekið undir það að maðurinn sé líklegur til þess að koma sér undan brottvísun og því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi fram til fimmta mars næstkomandi.
Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira