Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta voru minntar á það með afgerandi hætti að heima á Íslandi, sem og á Evrópumótinu í Sviss, er gríðarlegur fjöldi ungra stelpna sem standa við bakið á þeim. Fótbolti 5. júlí 2025 10:52
Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Agla María Albertsdóttir þurfti á sínum tíma að láta landsliðsferil sinn mæta afgangi þegar nóg var um að vera í lífi hennar. Hún var valin aftur í landsliðið skömmu fyrir EM og er mjög þakklát fyrir að vera komin á EM. Fótbolti 5. júlí 2025 10:01
Glódís með á æfingu Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir æfir þessa stundina með íslenska landsliðinu í Thun, degi fyrir mikilvægan leik gegn Sviss á EM. Sport 5. júlí 2025 09:04
Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. Fótbolti 5. júlí 2025 09:03
Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. Fótbolti 4. júlí 2025 22:00
Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Þýskaland byrjaði Evrópumót kvenna í fótbolta á sigri í Sviss í kvöld en það var þó enginn stórsigur eins og sumir bjuggust við. Fótbolti 4. júlí 2025 20:55
Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Svíþjóð vann 1-0 sigur á Danmörku í nágrannaslag á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Sviss í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á mótinu. Fótbolti 4. júlí 2025 18:00
Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. Fótbolti 4. júlí 2025 17:30
Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. Fótbolti 4. júlí 2025 16:03
Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum. Fótbolti 4. júlí 2025 15:02
EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína EM í dag heilsar frá Thun í Sviss þegar nú dregur nær næsta leik Ísland á EM. Næsta leik, djörf hugmynd í stað borgarlínu, heimsókn forseta og rifrildi við morgunverðarborðið bar á góma hjá þeim Aroni Guðmundssyni og Sindra Sverrissyni í dag. Fótbolti 4. júlí 2025 12:29
Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Átta mánaða sonur Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, styrktarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, og eiginkonu hennar Erin McLeod er með í för á EM í fótbolta í Sviss sem nú stendur yfir. Gunnhildur er þakklát fyrir það hversu stuðningsrík þjálfarar og leikmenn landsliðsins eru í þessum aðstæðum. Fótbolti 4. júlí 2025 10:00
Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins hafa ekki áhyggjur af virkni leikmanna á samfélagsmiðlum líkt og heyra mátti gagnrýnda utan herbúða liðsins eftir tapleik gegn Finnlandi á dögunum á EM. Fótbolti 4. júlí 2025 09:01
The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er eitt af sextán landsliðum sem komust alla leið í úrslitakeppni EM í Sviss en blaðamenn The Athletic eru hins vegar á því að ekkert lið spili í ljótari aðalbúningum á mótinu. Fótbolti 4. júlí 2025 07:02
Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kom í heimsókn til íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á liðshótelið í Gunten í dag. Fótbolti 3. júlí 2025 22:30
Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Spænska kvennalandsliðið byrjar vel á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss en liðið vann 5-0 sigur á nágrönnum sínum frá Portúgal í kvöld. Fótbolti 3. júlí 2025 20:58
Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Belgíska kvennalandsliðið varð að sætta sig við sömu úrslit og það íslenska í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Fótbolti 3. júlí 2025 17:59
Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Bretinn Tom Goodall er leikgreinandi og hluti af þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann ræddi við Sýn um sitt hlutverk á EM, þar sem hann er að frá morgni og fram á nótt, og hvernig er að vinna með Íslendingunum. Fótbolti 3. júlí 2025 16:16
„Það er ekki þörf á mér lengur“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er til staðar fyrir þá leikmenn sem vilja leita til hennar en segir mikilvægt að vera ekki yfirþyrmandi. Gunnhildur nýtur sín sem þjálfari í teymi landsliðsins og segir það ekki kitla að sprikla með á æfingum. Fótbolti 3. júlí 2025 15:32
Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Irene Paredes verður í leikbanni þegar Spánn mætir Portúgal á Evrópumóti kvenna í fótbolta í kvöld, vegna rauðs spjalds sem hún fékk fyrir ári síðan. Fótbolti 3. júlí 2025 14:33
Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ „Cecilía og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru um leið mjög einbeittar,“ segir Ólafur Pétursson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann var skiljanlega ánægður með það sem hann sá frá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands í fyrsta leik á EM í Sviss. Fótbolti 3. júlí 2025 13:46
Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Íslenska landsliðið í fótbolta mætti aftur til æfinga í dag á EM í Sviss eftir svekkjandi tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar í gær. Æfingasvæði liðsins er við herstöð og sjá mátti skriðdreka á ferð hjá í morgun. Fótbolti 3. júlí 2025 13:02
Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir það hafa gert stelpunum okkar gott í morgun að fá heimsókn frá Höllu Tómasdóttur forseta, eftir tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik á EM í fótbolta í gærkvöld. Fótbolti 3. júlí 2025 12:31
EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Það var svo sannarlega þungt hljóð í teymi Sýnar á EM í Sviss, eftir 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik mótsins, og erfitt fyrir menn að sjá mögulega fyrir stelpurnar okkar í framhaldinu. Fótbolti 3. júlí 2025 12:04
Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi. Fótbolti 3. júlí 2025 11:33
Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Minning portúgalska landsliðsmannsins Diogo Jota og bróður hans Andre Silva verður heiðruð fyrir leik kvennalandsliðs Portúgals við Spán á EM í kvöld. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt. Fótbolti 3. júlí 2025 11:05
Glódís mætti ekki á æfingu Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki jafnað sig af magakveisunni sem neyddi hana af velli í gær og mætti ekki á æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Fótbolti 3. júlí 2025 09:08
Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk góðan stuðning úr stúkunni en þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-0 tap í fyrsta leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna. Fótbolti 3. júlí 2025 08:02
„Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ „Eins og mamma segir: Við fáum fram að miðnætti til að svekkja okkur. Svo höldum við bara áfram, næsti leikur,“ sagði hin tvítuga Katla Tryggvadóttir í gærkvöld, eftir 1-0 tapið gegn Finnum í fyrsta leik á EM. Vonbrigðin yfir tapinu skyggðu á annars stóra stund fyrir hana í Thun í gær. Fótbolti 3. júlí 2025 07:32
Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björg og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 3. júlí 2025 07:03