Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dag­skráin í dag: Allt undir í Smáranum

Það er nóg um vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Grindavík þarf sigur gegn Stjörnunni ætli liðið sér ekki í sumarfrí þegar liðin mætast í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Þá er nóg af akstursíþróttum í boði.

Sport


Fréttamynd

Chelsea með annan fótinn í úr­slit

Chelsea gerði góða ferð til Stokkhólms þar sem það mætti Djurgården í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Gestirnir frá Lundúnum unnu frábæran 4-1 útisigur og eru komnir með annan fótinn í úrslitaleikinn sjálfan.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís bikar­meistari með Bayern

Bayern München vann 4-2 sigur á Werder Bremen í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem vann bæði deild og bikar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svona leik­maður kemur fram á fimm­tíu ára fresti“

Spænska ungstirnið Lamine Yamal er á allra vörum eftir magnaða frammistöðu í 3-3 jafntefli Barcelona og Inter í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Knattspyrnustjóri Inter segir að leikmenn eins og Yamal komi ekki fram nema á hálfrar aldar fresti.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekki eðli­legt að vera svona góður sau­tján ára“

Franska knatt­spyrnugoðsögnin Thierry Henry hlóð ungstirni Barcelona, Lamine Yamal, lofi eftir frammistöðu Spán­verjans í leik Barcelona og Inter Milan í undanúr­slitum Meistara­deildar Evrópu í gær. Henry segir Yamal hafa spilað líkt og hann hafi verið and­setinn.

Fótbolti